Erlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráps á fimm lögreglumönnum

Anton Egilsson skrifar
Rahami hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann.
Rahami hóf skothríð að lögreglu er þeir reyndu að handsama hann. Vísir/AFP
Ahmad Khan Rahami, maðurinn sem grunaður er um aðild að sprengingunni í New York um helgina hefur verið kærður fyrir tilraun til manndáps á fimm lögreglumönnum.  CNN  greinir frá því að ákæra hafi verið gefin út á hendur manninum.

Maðurinn var handsamaður í bænum Linden fyrr í dag en lögreglan fékk fregnir af því að maðurinn lægi sofandi fyrir utan bar í bænum. Kom til mikila átaka er lögreglumenn mættu á vettvang en Rahami hóf þá mikla skothríð. Einn lögreglumaður slasaðist í átökunum. 

Ahmad er grunaður um aðild að sprengingu í Chelsea í New York á laugardaginn, þar sem 29 særðust. Hann er 28 ára gamall bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna. Ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur honum vegna sprengingarinnar.


Tengdar fréttir

Rahami í haldi lögreglu

Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×