Erlent

Lýsa eftir 28 ára gömlum Afgana

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmad Khan Rahami er eftirlýstur vegna sprengingarinnar.
Ahmad Khan Rahami er eftirlýstur vegna sprengingarinnar. Vísir/EPA/NYPD
Lögreglan í New York lýsir eftir Ahmad Khan Rahami vegna sprengingarinnar í Chelsea-hverfi um helgina. Hann er 28 ára gamall Afgani með bandarískan ríkisborgararétt. 29 særðust í sprenginunni og önnur sambærileg sprengja fannst einnig.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir líkindi sprengjanna gefa í skyn að þeim hafi verið komið fyrir af sama manninum. Hann segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og mögulega tengist hún erlendum samtökum.

Samkvæmt heimildum CNN telja yfirvöld mögulegt að hópur hryðjuverkamanna hafi komið sér fyrir í New York og New Jersey.

Síðast var vitað af Rahami í Elizabeth í New Jersey og er hann talinn „vopnaður og hættulegur“.


Tengdar fréttir

Aftur notuð pottasprengja

Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja.

Sprenging í ruslagámi í New Jersey

Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirkar þegar hún sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×