Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 23:30 Geir Þorsteinsson formaður KSÍ tjáir sig við erlenda miðla um stóra FIFA 17-málið. Vísir Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45