Lífið

Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Draumur FIFA-spilara að leika eftir afrek strákanna okkar í Frakklandi í sumar er úr sögunni, í bili að minnsta kosti.
Draumur FIFA-spilara að leika eftir afrek strákanna okkar í Frakklandi í sumar er úr sögunni, í bili að minnsta kosti. vísir/getty
Óhætt er að segja að netverjar séu upp til hópa slegnir og ósáttir yfir þeirri ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að afþakka tilboð tölvuleikjarisans EA Sports um að karlalandsliðið í knattspyrnu yrði meðal landsliða í FIFA 17. Leikurinn kemur út í lok mánaðar og vonuðust margir, bæði Íslendingar sem útlendingar, til þess að strákarnir okkar yrðu meðal landsliða í leiknum.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að upphæðin sem EA Sports hefði verið of lág.

„Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ sagði Geir við Vísi.

Eins og hvert annað viðskiptatækifæri

Tilboðið hefði hljóðað upp á um eina milljón og KSÍ hefði gert gagntilboð sem hefði verið hafnað. Geir hefur ýmislegt fyrir sér um tölvuleikjarisann EA Sports sem hagnaðist um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Sitt sýnist þó hverjum um ákvörðunina og á hvaða forsendum hún var tekin.

Aðspurður hvort ekki hefði verið best að taka bara tilboðinu á forsendum mikillar landkynningar sagði Geir að þetta væri eins og hvert annað viðskiptatækifæri.

„Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“

Ekki liggur fyrir hvað EA Sports hefur borgað knattspyrnusamböndum annarra landa fyrir réttin til þess að hafa landsliðin í leiknum.

Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hreinlega logi á meðal notenda FIFA17 sem skipta þúsundum hér á landi. Brot af athugasemdum netverja má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×