Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:48 Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“ Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15