Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:48 Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“ Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda