Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:22 vísir/ernir Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15