Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:22 vísir/ernir Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Flugumferðarstjórar funda um þessar mundir um frumvarp Ólafar Nordal þar sem lagt er til að bann verði sett á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins. Deilan er orðin langvinn og hefur raskað flugsamgöngum hér á landi. Hún náði hámarki 6. apríl síðastliðinn þegar flugumferðarstjórar hófu yfirvinnubann. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, situr á fundi og getur því ekki tjáð sig við fjölmiðla að svo stöddu. Þó ert gert ráð fyrir því að hann komi í beina útsendingu hjá Kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í kvöld verður svo félagsfundur flugumferðarstjóra. Umhverfis- og samgöngunefnd fundar um þessar mundir og verður þingfundur boðaður þegar nefndin lýkur störfum. Gert var ráð fyrir um tveimur tímum í störf nefndarinnar og má því leiða líkum að því að þingfundur hefjist fyrir 20.00. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík. Yfirvinnubannið hefur haft áhrif á störf þar og í Keflavík. Fréttablaðið/Ernir„Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að grípa inn í þessa deilu,“ sagði Ólöf Nordal í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Eins og fram hefur komið mun það binda enda á yfirvinnubann flugumferðarstjóra þá þegar verði frumvarpið samþykkt sem lög. Þá verður fyrirkomulagið þannig að viðsemjendur hafa tvær vikur, eða til 24. júní, til að reyna til þrautar að ná samningum. Takist það ekki tekur Gerðardómur við málinu sem ákveður kaup og kjör. Afleiðingarnar alvarlegar „Ég vona svo sannarlega að það komi ekki til slíkra skipulagðra aðgerða,“ sagði Ólöf spurð um þá staðreynd að erfitt er að stýra veikindum starfsmanna. Hún segist vona að flugumferðarstjórar séu jafnheilsuhraustir og aðrir Íslendingar. Þá segir innanríkisráðherra að henni dyljist ekki að báðir viðsemjendur skilja alvarleika málsins. Ólöf segir það engan veginn ánægjulegt að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „Það gerir það enginn nema ríkar ástæður séu til.“ Hún segir það auðvitað ákjósanlegast að fólk semji um hluti sem þessa, ríkisstjórnin sé ekki beinlínis að fetta fingur út í samningaviðræðurnar sem slíkar heldur þær afleiðingar sem hnúturinn hefur á efnahag og almannahagsmuni hér á landi. Málið var afgreitt frá ríkisstjórn Íslands í dag. „Það eru það ríkir almannahagsmunir undir að stjórnvöldum ber skylda til að stýra svona málum. Ríkisstjórnin stendur einhuga á bakvið það.“En í ljósi þess að þessar aðgerðir eru þær nýjust í hrinu verkfallsaðgerða á kjörtímabilinu er þá tilefni til að taka verkfallsréttinn hreinlega af sumum stéttum? „Það er erfitt að fara að alhæfa um það,“ svaraði Ólöf. „Ég held við þurfum að bera mikla virðingu fyrir þessum rétti.“ Sú virðing gildi á báða bóga, það er að segja bæði stjórnvöld og þeir sem hafa réttinn þurfa að bera virðingu fyrir verkfallsréttinum.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15