„Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2016 14:30 Frá æfingasvæði Newcastle. Myndin tengist innihaldi fréttarinnar ekki beint. Vísir/Getty Derek Bell, fyrrum leikmaður Newcastle, er einn þeirra fjöldamarga knattspyrnumanna sem hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri misnotkun sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. Um miðjan þennan mánuð greindi Andy Woodward frá kynferðislegu ofbeldi sem hann varð fyrir af hendi Barry Bennell, fyrrum knattspyrnuþjálfara hjá Crewe. Síðan þá hafa fjölmargir knattspyrnumenn stigið fram og greint frá misnotkun sem þeir hafa orðið fyrir. Sjá einnig: Þekktur barnaníðingur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus Bell var á aldrinum 12 til 16 ára þegar hann var misnotkaður kynferðislega af George Ormond, þjálfara hjá ungmennafélaginu Montagu and North Fenham. Ormond fékk sex ára fangelsisdóm árið 2002 fyrir að hafa beitt fjölda unga drengja kynferðislegu ofbeldi. Bell var hættur að spila knattspyrnu þegar hann komst að því að Ormond væri byrjaður að starfa sem þjálfari í knattspyrnuakademíu Newcastle.Former Newcastle player Derek Bell on being abused: ‘It was horrific. He thought it was normal.’ Story: @david_connhttps://t.co/lpsNT2ZBoU — Guardian sport (@guardian_sport) November 29, 2016 Bell lét forráðamenn Newcastle vita eftir að hann sá Ormond sniglast í kringum gistiheimili í bænum þar sem margir ungir leikmenn Newcastle gistu. Það reyndist Bell ofviða að sjá Ormond aftur og greindi hann frá því í samtali við enska dagblaðið Guardian að hann hafi þá ákveðið að fara að heimili Ormond, vopnaður hnífi. „Ég ætlaði mér að drepa gaurinn. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki haldið áfram að lifa. Hvert sem ég fór þá fylgdi hann,“ sagði Bell. Sjá einnig: Chelsea rannsakar kynferðislegt ofbeldi hjá félaginu „Allt þetta vakti upp gamlar minningar um hann og ég vildi drepa hann. Ég fór að heimilinu hans, sparkaði niður hurðina en sem betur fer hans vegna þá var hann ekki heima.“ Bell segir að Ormond hafi beitt hann hrottalegu ofbeldi og í hundruð mismunandi tilvikum. Hann hafi svo farið aftur á heimili Ormond nokkru síðar og krafist hann svara. „Hann baðst aldrei afsökunar. Ég spurði einfaldlega af hverju en hann sagðist bara ekki vita það. Aðalmálið hjá honum snerist um hvort að ég myndi fara til lögreglunnar eða ekki,“ sagði Bell. Bell reyndi þrívegis að svipta sig lífi vegna misnotkunarinnar. Viðtalið við hann má lesa í heild sinni hér.Former Newcastle player Derek Bell on being abused: 'It was horrific. He thought it was normal.' Story: @david_conn https://t.co/lpsNT2ZBoU— Guardian sport (@guardian_sport) November 29, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus Barnaníðingurinn Barry Bennell fannst meðvitundarlaus í húsi í Knebworth Park, Stevenage, á föstudagskvöldið. 28. nóvember 2016 16:29 Fyrrum leikmaður Man City og Leeds misnotaður af þjálfara þegar hann var unglingur David White, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Leeds United og Sheffield United, hefur stigið fram og greint frá því að hann var misnotaður af þjálfara sínum þegar hann var unglingur. 23. nóvember 2016 18:12 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Derek Bell, fyrrum leikmaður Newcastle, er einn þeirra fjöldamarga knattspyrnumanna sem hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri misnotkun sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. Um miðjan þennan mánuð greindi Andy Woodward frá kynferðislegu ofbeldi sem hann varð fyrir af hendi Barry Bennell, fyrrum knattspyrnuþjálfara hjá Crewe. Síðan þá hafa fjölmargir knattspyrnumenn stigið fram og greint frá misnotkun sem þeir hafa orðið fyrir. Sjá einnig: Þekktur barnaníðingur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus Bell var á aldrinum 12 til 16 ára þegar hann var misnotkaður kynferðislega af George Ormond, þjálfara hjá ungmennafélaginu Montagu and North Fenham. Ormond fékk sex ára fangelsisdóm árið 2002 fyrir að hafa beitt fjölda unga drengja kynferðislegu ofbeldi. Bell var hættur að spila knattspyrnu þegar hann komst að því að Ormond væri byrjaður að starfa sem þjálfari í knattspyrnuakademíu Newcastle.Former Newcastle player Derek Bell on being abused: ‘It was horrific. He thought it was normal.’ Story: @david_connhttps://t.co/lpsNT2ZBoU — Guardian sport (@guardian_sport) November 29, 2016 Bell lét forráðamenn Newcastle vita eftir að hann sá Ormond sniglast í kringum gistiheimili í bænum þar sem margir ungir leikmenn Newcastle gistu. Það reyndist Bell ofviða að sjá Ormond aftur og greindi hann frá því í samtali við enska dagblaðið Guardian að hann hafi þá ákveðið að fara að heimili Ormond, vopnaður hnífi. „Ég ætlaði mér að drepa gaurinn. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki haldið áfram að lifa. Hvert sem ég fór þá fylgdi hann,“ sagði Bell. Sjá einnig: Chelsea rannsakar kynferðislegt ofbeldi hjá félaginu „Allt þetta vakti upp gamlar minningar um hann og ég vildi drepa hann. Ég fór að heimilinu hans, sparkaði niður hurðina en sem betur fer hans vegna þá var hann ekki heima.“ Bell segir að Ormond hafi beitt hann hrottalegu ofbeldi og í hundruð mismunandi tilvikum. Hann hafi svo farið aftur á heimili Ormond nokkru síðar og krafist hann svara. „Hann baðst aldrei afsökunar. Ég spurði einfaldlega af hverju en hann sagðist bara ekki vita það. Aðalmálið hjá honum snerist um hvort að ég myndi fara til lögreglunnar eða ekki,“ sagði Bell. Bell reyndi þrívegis að svipta sig lífi vegna misnotkunarinnar. Viðtalið við hann má lesa í heild sinni hér.Former Newcastle player Derek Bell on being abused: 'It was horrific. He thought it was normal.' Story: @david_conn https://t.co/lpsNT2ZBoU— Guardian sport (@guardian_sport) November 29, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus Barnaníðingurinn Barry Bennell fannst meðvitundarlaus í húsi í Knebworth Park, Stevenage, á föstudagskvöldið. 28. nóvember 2016 16:29 Fyrrum leikmaður Man City og Leeds misnotaður af þjálfara þegar hann var unglingur David White, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Leeds United og Sheffield United, hefur stigið fram og greint frá því að hann var misnotaður af þjálfara sínum þegar hann var unglingur. 23. nóvember 2016 18:12 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Þekktur barnaníðingur fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus Barnaníðingurinn Barry Bennell fannst meðvitundarlaus í húsi í Knebworth Park, Stevenage, á föstudagskvöldið. 28. nóvember 2016 16:29
Fyrrum leikmaður Man City og Leeds misnotaður af þjálfara þegar hann var unglingur David White, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Leeds United og Sheffield United, hefur stigið fram og greint frá því að hann var misnotaður af þjálfara sínum þegar hann var unglingur. 23. nóvember 2016 18:12