Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 12:09 Wells, til vinstri, ásamt félaga sínum, Joseph Empey, sem særðist einnig í árásunum í Brussel. Mynd/Samsett Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mason Wells, trúboði af Mormónatrú, særðist í hryðjuverkaárásinni á Zaventem-flugvellinum í Brussel í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wells upplifir hryðjuverk. Hann var á vettvangi sprengjuárásinnar sem gerð var á Boston-maraþonið árið 2013 auk þess sem hann var staddur í París í nóvember þegar árásirnar voru gerðar þar. Í gær var Wells á ferð með félögum sínum úr Mormónakirkjunni, Bandaríkjamönnunum Richard Norby og Joseph Empey. Voru þeir að skutla frönskum kollega sínum á flugvöllinn þegar árásin var gerð. Særðist Wells í árásinni en haft er eftir fjölskylduvini að hann hafi brunnið á andliti en mestur skaði hafi orðið í kringum læri hans og ökkla. Það er býsna ótrúlegt en Wells var einnig staddur á vettvangi þegar tvær sprengjur sprungu við endamark Boston-maraþonsins í apríl 2013 þar sem þrír fórust og 264 slösuðust. Tók móðir hans þátt í maraþoninu og var hann staddur þar til að fylgjast með henni. „Hann var ansi nálægt,“ segir Scott Bond, biskup Mormónakirkju Wells um staðsetningu Wells þegar sprengjurnar sprungu í Boston. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi verið svo nálægt slíkum árásum í tvígang. Ef að það er einhver sem getur þolað þetta er það hann. Hann er ótrúlegur ungur maður.“ Hryðjuverkin virðast elta Wells en hann var einnig staddur í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar þar í nóvember á síðasta ári, ólíkt seinni tveimur árásunum sem Wells upplifði var hann þó staddur í öðru hverfi þegar árásarmennirnir í París létu til skarar skríða. Í samtali við fréttastofu ABC sagði faðir Wells að ótrúlegt væri að sonur sinn hafi upplifað þrjár hryðjuverkaárásir. Sagði hann að heimurinn væri hættulegur og því miður væru ekki allir íbúar hans ástríkir og friðelskandi. Staðfest hefur verið að 33 létust í hryðjuverkaárásunum þremur í Brussel í gær og að rúmlega 200 séu særðir.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. 21. nóvember 2015 14:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14