Erlent

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox

Atli Ísleifsson skrifar
Thomas Mair drap Jo Cox í bænum Birstall í Vestur-Jórvíkurskíri þann 16. júní.
Thomas Mair drap Jo Cox í bænum Birstall í Vestur-Jórvíkurskíri þann 16. júní. Vísir/AFP
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox, þingkonu breska Verkamannaflokksins, í júní síðastliðinn.

Mair skaut og stakk Cox til bana í Birstall í Vestur-Jórvíkurskíri þann 16. júní, viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um hvort Bretland ætti að segja skilið við Evrópusambandið.

Mair hélt ekki uppi málsvörn og bar ekki vitni í réttarhöldunum. Hann var jafnframt fundinn sekur um ólöglegan vopnaburð og að hafa ráðist á hinn 78 ára Bernard Kenny sem reyndi að koma Cox til bjargar.

Í frétt BBC segir að dómarinn Justice Wilkie hafi sagt Mair hafa framið morðið til að auka veg pólitískrar baráttu fyrir drottinvaldi hvítra. Dómarinn sagði ljóst að Mair hafi undirbúið árásina um nokkurra vikna skeið.

Cox lét eftir sig eiginmann og tvö börn.


Tengdar fréttir

Þingkona skotin á Englandi

Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×