Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 14:13 Framkvæmdir ganga vel en staðurinn verður opnaður eftir helgi. Vísir/Vilhelm Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn. Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við að Joe and the Juice opni útibú í Alþingishúsinu á mánudaginn næsta en greint var frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Settur hefur verið af stað undirskriftarlisti í því skyni að mótmæla þróuninni en staðurinn verður ekki opinn almenningi en þingmönnum og starfsmönnum hússins mun gefast kostur á því að kaupa samlokur á kostakjörum. „Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót,“ segir í undirskriftasöfnuninni. Framkvæmdir standa yfir um þessar mundir en staðurinn verður formlega opnaður á mánudag. Aðstandendur undirskriftarlistans hyggjast afhenda undirskriftirnar forseta Alþingis við það tækifæri.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Neita að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á það í samtali við Fréttablaðið að ekkert útboð hefði farið fram á þjónustunni sem hann telur gagnrýnivert og undir það taka aðstandendur undirskriftarlistans. Nálgast má undirskriftarlistann hér. 49 hafa ritað nafn sitt við hann þegar þetta er skrifað. Til samanburðar má nefna að sú undirskriftarsöfnun sem telst hvað stærsta söfnun Íslandssögunnar er komin með 85,067 undirskriftir. Hún stafar frá Kára Stefánssyni og varðar endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður,“ spyrja reiðir landsmenn.
Tengdar fréttir Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira