Ekki jafn snarpir og skjálftarnir 2011 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stóran hluta eystri strandlengju Nýja-Sjálands. Flóðbylgjurnar reyndust minni en óttast var í fyrstu. Vísir/EPA Gríðarsterkur jarðskjálfti, 7,8 að styrk, reið yfir Nýja-Sjáland í gær. Minnst tveir týndu lífinu í skjálftanum. Ekki er vitað um umfang skemmda á mannvirkjum í landinu að svo stöddu. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Upptök skjálftans voru á um fimmtán kílómetra dýpi skammt undan strönd suðureyjar Nýja-Sjálands. Eftirskjálftarnir hlaupa á tugum en þeir stærstu voru allt að 5,5 að styrk.Hjörtur Kristinsson„Þetta var allt öðruvísi en skjálftarnir í febrúar 2011,“ segir Hjörtur Kristinsson, íbúi í Christchurch, en borgin er um hundrað kílómetra suður af upptökum skjálftans. Skjálftinn þá var 6,3 að styrk en 185 létust í kjölfar hans og á annað þúsund slasaðist. „Nú hristist allt og skalf lengi. Þetta var eins og maður væri úti á rúmsjó. Hinir skjálftarnir voru mun snarpari.“ Eftir skjálftann var flóðbylgjuviðvörun gefin út og hús við strandlengjuna voru rýmd. Fyrstu viðvaranir almannavarna hljóðuðu upp á fimm metra háar öldur en þær stærstu reyndust vera á þriðja metra. Hjörtur var meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa hús sitt. „Svæðið var rýmt og það fær enginn að fara þangað inn. Lögreglumenn standa vaktina við alla innganga á svæðið og varna fólki að fara inn þar til flóðbylgjuhættan er liðin hjá. Það er háflóð núna svo það er beðið eftir því að það flæði út á ný,“ segir Hjörtur. Hann áætlar að um 20 þúsund manns við ströndina í Christchurch hafi þurft að yfirgefa heimili sín á meðan hættan líður hjá. Óttast er að bæirnir Waiau og Kaikoura, sem er vinsæll ferðamannastaður, og nærliggjandi svæði hafi orðið verst úti í skjálftanum. Erfitt er að komast að svæðinu þar sem vegir eru víða í sundur. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru herþyrlur á leið á svæðið með björgunarfólk og neyðarhjálpargögn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44 Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Gríðarsterkur jarðskjálfti, 7,8 að styrk, reið yfir Nýja-Sjáland í gær. Minnst tveir týndu lífinu í skjálftanum. Ekki er vitað um umfang skemmda á mannvirkjum í landinu að svo stöddu. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Upptök skjálftans voru á um fimmtán kílómetra dýpi skammt undan strönd suðureyjar Nýja-Sjálands. Eftirskjálftarnir hlaupa á tugum en þeir stærstu voru allt að 5,5 að styrk.Hjörtur Kristinsson„Þetta var allt öðruvísi en skjálftarnir í febrúar 2011,“ segir Hjörtur Kristinsson, íbúi í Christchurch, en borgin er um hundrað kílómetra suður af upptökum skjálftans. Skjálftinn þá var 6,3 að styrk en 185 létust í kjölfar hans og á annað þúsund slasaðist. „Nú hristist allt og skalf lengi. Þetta var eins og maður væri úti á rúmsjó. Hinir skjálftarnir voru mun snarpari.“ Eftir skjálftann var flóðbylgjuviðvörun gefin út og hús við strandlengjuna voru rýmd. Fyrstu viðvaranir almannavarna hljóðuðu upp á fimm metra háar öldur en þær stærstu reyndust vera á þriðja metra. Hjörtur var meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa hús sitt. „Svæðið var rýmt og það fær enginn að fara þangað inn. Lögreglumenn standa vaktina við alla innganga á svæðið og varna fólki að fara inn þar til flóðbylgjuhættan er liðin hjá. Það er háflóð núna svo það er beðið eftir því að það flæði út á ný,“ segir Hjörtur. Hann áætlar að um 20 þúsund manns við ströndina í Christchurch hafi þurft að yfirgefa heimili sín á meðan hættan líður hjá. Óttast er að bæirnir Waiau og Kaikoura, sem er vinsæll ferðamannastaður, og nærliggjandi svæði hafi orðið verst úti í skjálftanum. Erfitt er að komast að svæðinu þar sem vegir eru víða í sundur. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru herþyrlur á leið á svæðið með björgunarfólk og neyðarhjálpargögn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44 Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti varð í Christchurch á Nýja Sjálandi nú fyrir skömmu. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. 13. nóvember 2016 11:44
Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum Öflugur jarðskjálfti skók Nýja-Sjáland um hádegisbil í dag. 13. nóvember 2016 20:34