Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. maí 2016 07:00 Rodrigo Duterte hefur verið nefndur „Duterte Harry“, með vísan í bíómyndir með Clint Eastwood. vísir/EPA Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira