Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 16:17 Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“ Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“
Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30