Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 16:17 Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“ Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
„Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“
Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30