Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 16:17 Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“ Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
„Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“
Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30