Írsk kona tísti frá ferð sinni í fóstureyðingu Birta Svavarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:30 Löggjöf um fóstureyðingar hefur verið harðlega mótmælt á Írlandi. Getty Írsk kona tísti í beinni um ferð sína til Bretlands nú um helgina, en tilgangur ferðarinnar var að fara í fóstureyðingu. Fóstureyðingar eru ólöglegar á Írlandi, nema í sérstökum tilfellum, og talið er að á árunum 1980-2015 hafi yfir 165 þúsund konur ferðast frá Írlandi til Bretlands í því skyni að fara í fóstureyðingu. Sagt er frá málinu á fréttasíðu CNN. Konan og samferðakona hennar sendu út tístin frá Twitter-aðgangnum @TwoWomenTravel, sem mætti þýða sem „Tvær konur ferðast,“ og lýstu þær verkefninu sem: „Tvær konur, ein aðgerð, 48 klukkustundir fjarri heimahögum.“ Flestum tístunum var beint að forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny (@EndaKennyTD).Fordæma aðgerðaleysi stjórnvaldaKonurnar tístu frá öllum stigum ferðalagsins, allt frá gráum og þungbúnum himni á flugbrautinni þegar lagt var af stað, og til blóðugs laks á hótelrúmi seinna um helgina. Á meðan önnur kvennanna gekkst undir fóstureyðinguna hélt ferðafélaginn twittersamfélaginu upplýstu.Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.Getty„Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur. Við stöndum með öllum konum sem hafa verið gerðar útlægar af @EndaKennyTD, fyrirrennurum hans og forsvarsmönnum.“ „Neyddar til að yfirgefa Írland. Rákumst á fleiri Íra á biðstofunni að bíða eftir ástvinum sínum.“ „Vinkona mín er komin út og allt í góðu. Aðgerðin tók stuttan tíma og starfsfólkið var mjög indælt. Ástarkveðjur til ykkar allra. @EndaKennyTD hefur brugðist okkur, það gerðuð þið ekki.“Mikill stuðningur við konurnar Tíst kvennanna vöktu fljótt mikla athygli og fengu þær stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars frá breska grínistanum og spjallþáttastjórnandanum James Corden sem tísti, „Í dag ferðast tvær konur [@TwoWomenTravel], en þið eruð ekki einar í þessu. Svo margir eru með ykkur núna.“Úr tísti kvennanna: „Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur.“@TwoWomenTravelOpinskáasta tístið kom svo á sunnudagsmorgun, en þá birtu þær mynd af blóðugu laki undir yfirskriftinni, „Hvorki fyrsta né síðasta blæðandi konan sem er við það að leggja af stað í langt ferðalag heim til sín.“Fóstureyðingalöggjöf Írlands mjög umdeildMiklar deilur hafa verið um fóstureyðingalöggjöf Írlands, en þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem vilja halda ströngum lögum Írlands um fóstureyðingar, og hins vegar þá sem telja mikilvægt að endurhugsa löggjöfina í takt við nýja tíma og sambærileg lög annarra landa. Fóstureyðingalöggjöf Írlands er mun strangari en í Englandi, Skotlandi og Wales, en írsk kona sem gekkst undir ólöglega fóstureyðingu í apríl hlaut fyrir það þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.Hægt er að lesa tíst kvennanna í glugganum hér fyrir neðan.Tweets by TwoWomenTravel Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Írsk kona tísti í beinni um ferð sína til Bretlands nú um helgina, en tilgangur ferðarinnar var að fara í fóstureyðingu. Fóstureyðingar eru ólöglegar á Írlandi, nema í sérstökum tilfellum, og talið er að á árunum 1980-2015 hafi yfir 165 þúsund konur ferðast frá Írlandi til Bretlands í því skyni að fara í fóstureyðingu. Sagt er frá málinu á fréttasíðu CNN. Konan og samferðakona hennar sendu út tístin frá Twitter-aðgangnum @TwoWomenTravel, sem mætti þýða sem „Tvær konur ferðast,“ og lýstu þær verkefninu sem: „Tvær konur, ein aðgerð, 48 klukkustundir fjarri heimahögum.“ Flestum tístunum var beint að forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny (@EndaKennyTD).Fordæma aðgerðaleysi stjórnvaldaKonurnar tístu frá öllum stigum ferðalagsins, allt frá gráum og þungbúnum himni á flugbrautinni þegar lagt var af stað, og til blóðugs laks á hótelrúmi seinna um helgina. Á meðan önnur kvennanna gekkst undir fóstureyðinguna hélt ferðafélaginn twittersamfélaginu upplýstu.Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.Getty„Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur. Við stöndum með öllum konum sem hafa verið gerðar útlægar af @EndaKennyTD, fyrirrennurum hans og forsvarsmönnum.“ „Neyddar til að yfirgefa Írland. Rákumst á fleiri Íra á biðstofunni að bíða eftir ástvinum sínum.“ „Vinkona mín er komin út og allt í góðu. Aðgerðin tók stuttan tíma og starfsfólkið var mjög indælt. Ástarkveðjur til ykkar allra. @EndaKennyTD hefur brugðist okkur, það gerðuð þið ekki.“Mikill stuðningur við konurnar Tíst kvennanna vöktu fljótt mikla athygli og fengu þær stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars frá breska grínistanum og spjallþáttastjórnandanum James Corden sem tísti, „Í dag ferðast tvær konur [@TwoWomenTravel], en þið eruð ekki einar í þessu. Svo margir eru með ykkur núna.“Úr tísti kvennanna: „Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur.“@TwoWomenTravelOpinskáasta tístið kom svo á sunnudagsmorgun, en þá birtu þær mynd af blóðugu laki undir yfirskriftinni, „Hvorki fyrsta né síðasta blæðandi konan sem er við það að leggja af stað í langt ferðalag heim til sín.“Fóstureyðingalöggjöf Írlands mjög umdeildMiklar deilur hafa verið um fóstureyðingalöggjöf Írlands, en þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem vilja halda ströngum lögum Írlands um fóstureyðingar, og hins vegar þá sem telja mikilvægt að endurhugsa löggjöfina í takt við nýja tíma og sambærileg lög annarra landa. Fóstureyðingalöggjöf Írlands er mun strangari en í Englandi, Skotlandi og Wales, en írsk kona sem gekkst undir ólöglega fóstureyðingu í apríl hlaut fyrir það þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.Hægt er að lesa tíst kvennanna í glugganum hér fyrir neðan.Tweets by TwoWomenTravel
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira