Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2016 12:07 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur brugðist opinberlega við áskoruninni um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey, sem eru umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var hrundið af stað undirskriftasöfnun tveimur dögum síðar á vef embættisins, We the People, þar sem skorað var á forsetann, Barack Obama, að náða Steven Avery og frænda hans. Reglurnar um þessa síðu eru þær að ef áskorun nær yfir 100 þúsund undirskriftir innan tilsetts tímaramma þá verður embættið að bregðast við henni á einhvern hátt.Í svari frá embættinu vegna þessarar áskorunar segir að frændurnir séu fangar Wisconsin-ríkis Bandaríkjanna og því geti forsetinn ekki náðað þá. Þeir yrðu að fá náðun frá yfirvöldum Wisconsin-ríkis en einnig hefur verið skorað á ríkisstjóra þess ríkis að gera það.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.vísir/gettyÍ svarinu er farið nokkuð ítarlega yfir þau takmörk sem forsetanum eru sett varðandi það vald að geta náðað fanga og þá eru einnig taldar upp allar þær tilraunir sem Obama hefur gert til að breyta réttarfarskerfi Bandaríkjanna og að fækka föngum. „Þó þetta mál sé utan valdsviðs hans þá er forsetinn staðráðinn í því að endurvekja trú almennings á sanngirni í réttarkerfinu,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að í 184 tilvikum hefur Barack Obama mildað refsingar fanga, sem er oftar en fimm síðustu forsetar gerðu til samans, og náðað 66 í sinni valdatíð. Making a Murderer telur tíu þætti og var þáttaröðin mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59