Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 16:59 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53