Sprenging í ruslagámi í New Jersey Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 11:00 Frá vettvangi sprengingarinnar í New York. Vísir/AFP Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00
Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39
29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila