Hve mikið ættum við að óttast hryðjuverk? Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Í Frakklandi og víðar í Evrópu hefur lögreglan verið betur á verði eftir röð hryðjuverka í sumar. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa hryðjuverk kostað 143 mannslíf í Vestur-Evrópu. Tólf ár eru liðin frá því jafn margir létu lífið af völdum hryðjuverka í þessum heimshluta á tímabilinu frá janúar til júlí. Það var árið 2004 þegar sprengjuárásirnar í Madríd í mars kostuðu 191 mann lífið. Ef öll Evrópa er tekin með í reikninginn, þar á meðal Tyrkland, þá hafa fyrstu sjö mánuðir ársins kostað 892 manns lífið vegna hryðjuverka. Og þá þarf að fara aftur til áranna 1992 til 1994 til að finna hærri tölur. BBC bendir hins vegar á að aðrir heimshlutar hafi orðið mun verr úti en Evrópa. Þannig hafi 292 látist í sprengjuárás í Bagdad þann 2. júlí síðastliðinn.Þann 7. júní síðastliðinn var sprengja sprengd úti á götu í Istanbúl og kostaði hún ellefu manns lífið, þar á meðal sjö lögreglumenn. Fréttablaðið/EPAAllt árið 2015 hafi hryðjuverk kostað meira en 35 þúsund manns lífið utan Evrópu. Hryðjuverk voru einnig nokkuð tíð í Evrópu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, en þá sjaldnast í nafni öfgatrúar af neinu tagi heldur frekar undir pólitískum formerkjum. BBC bendir hins vegar í umfjöllun sinni einnig á að dauðsföll vegna morða og slysfara eru svo miklu fleiri í Evrópu að hryðjuverk vega þar ekki þungt. „Þrátt fyrir alla þá hræðslu sem hryðjuverk leiða af sér, þá er nánast öruggt að fólk mun deyja af einhverjum öðrum völdum,“ er þar haft eftir sálfræðingnum Steven Pinker, sem er prófessor við Harvard-háskóla. „En þau eru til þess ætluð að vekja mikla umfjöllun. Við getum ekki tekið augun af blóði drifnum fjöldamorðum og hryðjuverkamennirnir vita það.“Skilgreining á hryðjuverkum Til þessa hefur ekki náðst almennt samkomulag um það hvernig skilgreina eigi hryðjuverk, þótt margar tillögur að skilgreiningu hafi verið settar fram. Háskólinn í Maryland í Bandaríkjunum hefur um árabil haldið úti gagnabanka um hryðjuverk, The Global Terrorism Database, þar sem stuðst er við þá skilgreiningu að hryðjuverk felist í: Ólöglegri valdbeitingu og ofbeldi, eða hótun um ólöglega valdbeitingu og ofbeldi, í þeim tilgangi að ná fram pólitísku, efnahagslegu, trúarlegu eða félagslegu markmiði með því að sá ótta, kúga eða ógna. Sá fyrirvari er þó settur að ofbeldið eða hótunin teljist ekki hryðjuverk nema sá sem beitir því sé ekki fulltrúi neins ríkisvalds.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa hryðjuverk kostað 143 mannslíf í Vestur-Evrópu. Tólf ár eru liðin frá því jafn margir létu lífið af völdum hryðjuverka í þessum heimshluta á tímabilinu frá janúar til júlí. Það var árið 2004 þegar sprengjuárásirnar í Madríd í mars kostuðu 191 mann lífið. Ef öll Evrópa er tekin með í reikninginn, þar á meðal Tyrkland, þá hafa fyrstu sjö mánuðir ársins kostað 892 manns lífið vegna hryðjuverka. Og þá þarf að fara aftur til áranna 1992 til 1994 til að finna hærri tölur. BBC bendir hins vegar á að aðrir heimshlutar hafi orðið mun verr úti en Evrópa. Þannig hafi 292 látist í sprengjuárás í Bagdad þann 2. júlí síðastliðinn.Þann 7. júní síðastliðinn var sprengja sprengd úti á götu í Istanbúl og kostaði hún ellefu manns lífið, þar á meðal sjö lögreglumenn. Fréttablaðið/EPAAllt árið 2015 hafi hryðjuverk kostað meira en 35 þúsund manns lífið utan Evrópu. Hryðjuverk voru einnig nokkuð tíð í Evrópu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, en þá sjaldnast í nafni öfgatrúar af neinu tagi heldur frekar undir pólitískum formerkjum. BBC bendir hins vegar í umfjöllun sinni einnig á að dauðsföll vegna morða og slysfara eru svo miklu fleiri í Evrópu að hryðjuverk vega þar ekki þungt. „Þrátt fyrir alla þá hræðslu sem hryðjuverk leiða af sér, þá er nánast öruggt að fólk mun deyja af einhverjum öðrum völdum,“ er þar haft eftir sálfræðingnum Steven Pinker, sem er prófessor við Harvard-háskóla. „En þau eru til þess ætluð að vekja mikla umfjöllun. Við getum ekki tekið augun af blóði drifnum fjöldamorðum og hryðjuverkamennirnir vita það.“Skilgreining á hryðjuverkum Til þessa hefur ekki náðst almennt samkomulag um það hvernig skilgreina eigi hryðjuverk, þótt margar tillögur að skilgreiningu hafi verið settar fram. Háskólinn í Maryland í Bandaríkjunum hefur um árabil haldið úti gagnabanka um hryðjuverk, The Global Terrorism Database, þar sem stuðst er við þá skilgreiningu að hryðjuverk felist í: Ólöglegri valdbeitingu og ofbeldi, eða hótun um ólöglega valdbeitingu og ofbeldi, í þeim tilgangi að ná fram pólitísku, efnahagslegu, trúarlegu eða félagslegu markmiði með því að sá ótta, kúga eða ógna. Sá fyrirvari er þó settur að ofbeldið eða hótunin teljist ekki hryðjuverk nema sá sem beitir því sé ekki fulltrúi neins ríkisvalds.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira