Ný löggjöf sem snýr að því að draga úr reykingum í Finnlandi tekur gildi á mánudag. Með löggjöfinni er ætlunin að draga úr kostnaði innan heilbrigðiskerfisins sem rekja má til reykinga og gera landið reyklaust árið 2030.
Myndir sem sýna mögulegar afleiðingar reykinga á líkama fólks verða á sígarettupökkum og þá verður komið á banni á sölu á bragðbættum tóbaksvörum í síðasta lagi 2020.
„Mentolsígarettur er vinsælastar og eru mest notaðar í Finnlandi sé litið til allra aðildarríkja Evrópusambandsins,“ segir Meri Paavola, yfirmaður í finnska félags- og heilbrigðismálaráðuneytinu, í samtali við FNB.
Núgildandi tóbakslöggjöf hefur ekki tekið til rafsígarettna, en frá og með mánudeginum munu sömu reglur gilda um þær og aðrar tóbaksvörur. Þannig verður framvegis bannað að „veipa“, það er reykja rafsígarettur, þar sem ríkir reykingabann.
Í frétt SVT kemur fram að reykingar á svölum og görðum fjölbýlishúsa verði áfram heimilar, en að eigendur fjölbýlishúsa geti sótt um leyfi til sveitarfélagsins til að banna þær.
Í nýju löggjöfinni er jafnframt lagt bann við reykingum í bílum, séu börn undir fimmtán ára um borð.
Finnar stefna að reyklausu landi árið 2030
Atli ísleifsson skrifar

Mest lesið


Afdrif Hörpunnar enn á huldu
Innlent

Agnes Johansen er látin
Innlent





Brúin komin upp við Dugguvog
Innlent

