Klopp horfði ekki á vítakeppnina í gær og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 13:00 Jürgen Klopp fagnar sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Knattspyrnustjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jürgen Klopp, sá ekki sína menn vinna vítaspyrnukeppnina á móti Stoke City. Liverpool vann vítakeppnina 6-5 en Klopp horfði ekki á eitt víti hjá sínum mönnum. Klopp sá því ekki Emre Can skjóta í stöngina, þá Christian Benteke, Roberto Firmino, James Milner, Lucas og Joe Allen skora úr sínum spyrnum eða Belgann Simon Mignolet verja víti frá þeim Peter Crouch og Marc Muniesa.Sjá einnig:Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley „Ég sá ekki eitt víti. Ég var fyrir aftan vegg af mínum leikmönnum og fylgist með þaðan. Ég mun horfa á þetta seinna í sjónvarpinu en það var gaman að fylgjast með stuðningsfólkinu í staðinn,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn. Það sást líka á því að sjónvarpsvélunum á vellinum gekk ekki alltof vel að finna þýska stjórann á meðan vítakeppninni stóð. Hann er oftast miklu meira áberandi á hliðarlínunni en hann var á meðan vítakeppninni stóð í gærkvöldi. Klopp sagði frá því í viðtali við heimasíðu Liverpool af hverju hann horfði ekki á vítakeppnina. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Vanalega horfi ég á vítakeppnir en ef ég hefði stillt mér upp fyrir framan stúkuna þá hefðu áhorfendurnir í fyrstu röð ekki séð. Ég get ekki verið á hnjánum svona lengi. Ég sleit krossband fyrir tuttugu árum og er ekki enn orðinn hundrað prósent góður,“ sagði Klopp og bætti við: „Þess vegna sat ég á stól og gat ekki séð neitt. Mér leið samt vel þarna og það var gott að sjá bara fólkið. Við unnum á endanum án þess að ég horfði á og það var fyrir öllu,“ sagði Klopp. Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á Wembley 28. febrúar næstkomandi.Vítaspyrnukeppnina má sjá að neðan.„Nú munum við horfa á leik Everton og Manchester City. Þetta verður úrslitaleikur á milli liða frá norður Englandi. Wembley er góður staður til að spila og til að vinna en það er ekki sérstaklega gaman að tapa þar," sagði um leik kvöldsins en þá fer fram seinni undanúrslitaleikurinn í hinni viðureigninni. Everton vann 2-1 sigur á Manchester City í fyrri leiknum og kemur því eins marks forskot inn í leikinn eins og Liverpool í gær. Manchester City skoraði aftur á móti mikilvægt útivallarmark í fyrri leiknum á Goodison Park. BBC segir frá því að Liverpool hafi nú fagnað sigri í 11 af síðustu 13 vítakeppnum sínum í öllum keppnum.Jürgen Klopp faðmar Simon Mignolet sem varði tvö víti í vítakeppninni.Vísir/GettyJürgen Klopp hrósaði Jon Flanagan eftir leik og talaði um hans sem besta leikmann síns liðs í leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00 Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Fyrsta fullkomna umferð Liverpool-stuðningsmannsins síðan í maí Liverpool vann dramatískan sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en töp tveggja erkifjenda sáu enn frekar til þess að flestir stuðningsmenn Liverpool mættu örugglega skælbrosandi í vinnuna í morgun. 25. janúar 2016 13:30
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Tölfræði sem styður það að Klopp sé með bestu skiptingarnar í ensku úrvalsdeildinni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti enn eina meistaraskiptinguna um helgina þegar hann setti Adam Lallana inn á völlinn fyrir Jordon Ibe. 25. janúar 2016 15:00
Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. 27. janúar 2016 10:00
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00