Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:00 Leikmenn Liverpool fagna sigrinum. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00