FA gæti haft samband við Mourinho vegna ummæla um Taylor Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 16:03 Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United. vísir/getty Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira