Upplausn í bandarískum stjórnmálum mun halda áfram óháð úrslitum í kosningunum Una Sighvatsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 21:00 Allan Rivlin rekur hugveituna Zen Political Research Center, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá ríkisstjórn Bill Clinton. Allan er því demókrati en fyrst og fremst er hann kosningasérfræðingur og hann telur forsetakjörið í ár vera birtingarmynd mun djúpstæðari vanda í bandarískum stjórnmálum . „Það er upplausn í bandarískum stjórnmálum sem hefur leitt til þess að kosningarnar eru þær óvinsælustu nokkurn tímann, en aðdragandinn er langur. Bandaríska ríkisstjórnin virkar ekki, starfsemin er brotin. Ekki mölbrotin en hefur verið að brotna í lengri tíma og ástandið versnar stöðugt.“ Þessa upplausn má að mati Allans rekja til þess að almenningur treystir ekki lengur kerfinu á sama hátt og áður. Við þessu sé því miður engin augljós lausn . „Fólk treystir ríkisstjórninni ekki lengur og treystir ekki fjölmiðlum.“ Það muni ekki breytast ef Hillary Clinton verður kosin og Trump tapar. Upplausnin mun halda áfram. Hræðsluáróðurinn sem notaður hefur verið á báða bóga er þó orðum aukinn að mati Allans, því þótt hrikti í stoðum kerfisins sé lýðræðið í Bandaríkjunum byggt á nógu sterkum grunni til að verjast því. Þetta þýðir hinsvegar að hvorugt forsetaefni er líklegt til þess að koma miklu í verk á kjörtímabilinu, því þingið mun beita sér gegn því. Upplausnin mun því gerjast áfram að mati Allans og hugsanlega strax daginn eftir kosningar, fari svo að Clinton vinni eins og líkur benda til „Ég held að það sé góður möguleiki á því að eftir mjög jafnar kosningar, þar sem úrslit verða tvísýn í nokkrum lykilríkjum, að öflin á bak við Trump muni leita réttar síns fyrir dómstólum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Allan Rivlin rekur hugveituna Zen Political Research Center, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá ríkisstjórn Bill Clinton. Allan er því demókrati en fyrst og fremst er hann kosningasérfræðingur og hann telur forsetakjörið í ár vera birtingarmynd mun djúpstæðari vanda í bandarískum stjórnmálum . „Það er upplausn í bandarískum stjórnmálum sem hefur leitt til þess að kosningarnar eru þær óvinsælustu nokkurn tímann, en aðdragandinn er langur. Bandaríska ríkisstjórnin virkar ekki, starfsemin er brotin. Ekki mölbrotin en hefur verið að brotna í lengri tíma og ástandið versnar stöðugt.“ Þessa upplausn má að mati Allans rekja til þess að almenningur treystir ekki lengur kerfinu á sama hátt og áður. Við þessu sé því miður engin augljós lausn . „Fólk treystir ríkisstjórninni ekki lengur og treystir ekki fjölmiðlum.“ Það muni ekki breytast ef Hillary Clinton verður kosin og Trump tapar. Upplausnin mun halda áfram. Hræðsluáróðurinn sem notaður hefur verið á báða bóga er þó orðum aukinn að mati Allans, því þótt hrikti í stoðum kerfisins sé lýðræðið í Bandaríkjunum byggt á nógu sterkum grunni til að verjast því. Þetta þýðir hinsvegar að hvorugt forsetaefni er líklegt til þess að koma miklu í verk á kjörtímabilinu, því þingið mun beita sér gegn því. Upplausnin mun því gerjast áfram að mati Allans og hugsanlega strax daginn eftir kosningar, fari svo að Clinton vinni eins og líkur benda til „Ég held að það sé góður möguleiki á því að eftir mjög jafnar kosningar, þar sem úrslit verða tvísýn í nokkrum lykilríkjum, að öflin á bak við Trump muni leita réttar síns fyrir dómstólum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira