Fjörutíu innflytjendur handteknir í fjölmennum lögregluaðgerðum í Düsseldorf Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 21:11 Lögreglan leitaði meðal annars á 18 matsölustöðum í hverfinu. Twitter Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf í gærkvöld. Lögreglan er sögð hafa haft afskipti af rúmlega 300 innflytjendum í aðgerðinni, þar af voru 40 handteknir. Fram kemur í Der Spiegel að aðgerðin hafi tekið um sex klukkustundir og að hún hafi borið nafnið Casablanca í höfuðið á samnefndri borg á vesturströnd Marokkó. Hverfið Maghreb er við aðallestarstöð borgarinnar og er þekkt fyrir mikinn fjölda innflytjenda sem flestir eiga rætur að rekja til Norður-Afríku. Lögreglumennirnir lokuðu af og leituðu í 18 matsölustöðum í hverfinu í leit að fólki sem grunað er um vasaþjófnað, rán og fíkniefnasölu. Þá eiga lögreglumenn einnig að hafa farið inn á heimili fólks í leit að einstaklingum sem svo voru yfirheyrðir í lögreglutjaldi sem komið var upp í hverfinu. Af þeim 40 sem handteknir voru í kvöld eru 38 taldir hafa verið ólöglega í Þýskalandi. Fram kemur í Bild að lögreglan telji að glæpahópar í hverfinu beri ábyrgð á um 2200 þjófnuðum í Düsseldorf á síðustu misserum. Lögreglan í Norðurrín-Vestfalíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig hún tók á málunum þegar tugir kvenna voru kynferðislega áreittir í Köln á gamlárskvöld. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Düsseldorf er rassía kvöldsins þeirri gagnrýni algjörlega ótengd. Aðgerðin hafi verið skipulögð áður en árásirnar á gamlárskvöld áttu sér stað.Razzia #Düsseldorf, #Polizei richtet sich auf längeren Einsatz ein, Flutlicht und Zelte werden aufgebaut pic.twitter.com/07sBtRQNwl— Frank Schneider (@chefreporterNRW) January 16, 2016 Tengdar fréttir Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24 Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Um 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerð í Maghreb-hverfinu í þýsku borginni Düsseldorf í gærkvöld. Lögreglan er sögð hafa haft afskipti af rúmlega 300 innflytjendum í aðgerðinni, þar af voru 40 handteknir. Fram kemur í Der Spiegel að aðgerðin hafi tekið um sex klukkustundir og að hún hafi borið nafnið Casablanca í höfuðið á samnefndri borg á vesturströnd Marokkó. Hverfið Maghreb er við aðallestarstöð borgarinnar og er þekkt fyrir mikinn fjölda innflytjenda sem flestir eiga rætur að rekja til Norður-Afríku. Lögreglumennirnir lokuðu af og leituðu í 18 matsölustöðum í hverfinu í leit að fólki sem grunað er um vasaþjófnað, rán og fíkniefnasölu. Þá eiga lögreglumenn einnig að hafa farið inn á heimili fólks í leit að einstaklingum sem svo voru yfirheyrðir í lögreglutjaldi sem komið var upp í hverfinu. Af þeim 40 sem handteknir voru í kvöld eru 38 taldir hafa verið ólöglega í Þýskalandi. Fram kemur í Bild að lögreglan telji að glæpahópar í hverfinu beri ábyrgð á um 2200 þjófnuðum í Düsseldorf á síðustu misserum. Lögreglan í Norðurrín-Vestfalíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig hún tók á málunum þegar tugir kvenna voru kynferðislega áreittir í Köln á gamlárskvöld. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Düsseldorf er rassía kvöldsins þeirri gagnrýni algjörlega ótengd. Aðgerðin hafi verið skipulögð áður en árásirnar á gamlárskvöld áttu sér stað.Razzia #Düsseldorf, #Polizei richtet sich auf längeren Einsatz ein, Flutlicht und Zelte werden aufgebaut pic.twitter.com/07sBtRQNwl— Frank Schneider (@chefreporterNRW) January 16, 2016
Tengdar fréttir Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24 Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34
Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnar Meirihluti Þjóðverja efast um að yfirvöld þar ráði við fjölda flóttamanna og óttast flóttafólk. 15. janúar 2016 13:53
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. 8. janúar 2016 15:24
Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum. 10. janúar 2016 17:41
Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15