Erlent

Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur hafa safnast saman hjá dómkirkjunni í Köln í vikunni.
Mótmælendur hafa safnast saman hjá dómkirkjunni í Köln í vikunni. Vísir/AFP
Talsmaður lögreglu í Köln hefur greint frá því að 516 tilkynningar hafi nú borist um brot sem framin voru á gamlárskvöld í borginni. AFP greinir frá þessu.

Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum og segja fórnarlömb að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafa staðið að þeim.

Nokkrir tugir manna hafa verið handteknir grunaðir um að hafa átt aðild að árásunum. Stór hluti hinna handteknu eru hælisleitendur.

Angela Merkel Þýskalandskanslari lagði í gær til að breytingar verði gerðar á þýskum lögum um hælisleitendur sem munu auðvelda yfirvöldum þar í landi að vísa hælisleitendum sem gerast brotlegir við lög úr landi.

Fjölmargir hafa gagnrýnt lögreglu Kölnar og hvernig hún hefur tekið á málinu öllu og var lögreglustjóra borgarinnar vikið úr starfi fyrr í vikunni.


Tengdar fréttir

Merkel vill allt upp á borðið

Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×