Clinton búin að tryggja sér útnefningu Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 07:53 Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira