Vinni Christie eina lotu muni hústökumennirnir yfirgefa skrifstofur dýraathvarfs sem þeir hafa nú haldið í tæpan mánuð. Þetta vekur upp þá spurningu hvort að hústökumönnunum leiðist upp í fjöllum.
Í myndbandinu kallar maðurinn Chris Christie; yngri bróður sinn og slær reglulega á læri sín. Fyrir aftan hann er Don‘t tread on me fáni sem var fyrst búinn til í frelsisstríði Bandaríkjanna og annað skilti þar sem skilgreiningin á harðstjórn hefur verið skrifuð.
Ekki hefur farið mikið fyrir mönnunum, en samkvæmt frétt Oregonian eru heimamenn orðnir mjög þreyttir á veru þeirra. Farið hefur verið fram á að lögreglan hætti að leyfa Ammon Bundy, leiðtoga mannanna , og mönnunum sjálfum að koma og fara frá svæðinu.