Of snemmt að segja til um orsök slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 09:41 Ættingjar farþega flugvélarinnar í Kaíró. Vísir/AFP Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til. Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til.
Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12