Of snemmt að segja til um orsök slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 09:41 Ættingjar farþega flugvélarinnar í Kaíró. Vísir/AFP Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til. Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til.
Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“