Of snemmt að segja til um orsök slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2016 09:41 Ættingjar farþega flugvélarinnar í Kaíró. Vísir/AFP Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til. Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Flugmálaráðherra Egyptalands, Sherif Fathy, biðlar til fjölmiðla að draga ekki ályktanir um orsök þess að flugvél EgyptAir brotlenti í Miðjarðarhafinu. Í tilkynningu frá þarlendum yfirvöldum er rætt um „fall“ flugvélarinnar og er það í fyrsta sinn sem yfirvöld gefa í skyn að vélin hafi brotlent. Í tilkynningunni segir að yfirvöld Egyptalands hafi rætt við stjórnvöld í Frakklandi og þau hafi sammælst um að starfa saman og komast til botns í því hvers vegna flugvélin hrapaði.Uppfært 10:30 Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur staðfest að flugvélin brotlenti. Þetta sagði hann á blaðamannafundi, en hann sagði ástæðuna ekki liggja fyrir. Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú alla þá sem komu nálægt flugvélinni þar sem hún var á flugvellinum í París í um klukkustund."J'ai été averti que l'avion parti de Paris pour aller au Caire a été perdu. Il s'est abîmé." @fhollande #DirectPR— Élysée (@Elysee) May 19, 2016 Blaðamaður BBC segir frá því að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði, séu einungis sjö mánuðir frá því að vígamenn Íslamska ríkisins gröndu rússneskri flugvél yfir Sinaiskaga. Samtökin hafi heitið því að ráðast áfram gegn Egyptalandi og vestrænum ferðamönnum sem sæki landið heim.Sjá einnig: Egypsk flugvél hvarf yfir MiðjarðarhafiHryðjuverk líklegt Sérfræðingar segja líklegast að um hryðjuverk sé að ræða. Bæði Frakkland og Egyptaland hafa verið skotmörk vígamanna síðustu misseri. Það að engin skilaboð hafi borist frá flugvélinni þykir gefa sterklega til kynna að um sprengingu hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan ræddi við sérfræðinga í málefnum flugvéla sem segja að ólíklegt sé að vélargalli hafi grandað vélinni. Tæknileg vandamál gefa áhöfn véla oftast tíma til að bregðast við og senda skilaboð. Flugstjóri flugvélarinnar var mjög reynslumikill og ræddu grískir flugumferðarstjórar við hann skömmu áður en flugvélin hvarf af ratstjám. Þá minntist hann ekki einhver vandræði eða vélræn vandamál. Flugvélin er tiltölulega ný og var tekin í notkun árið 2003 og þar að auki hafa A320 flugvélar reynst mjög vel. Gerard Feldzer segir að slík flugvél taki á loft eða lendi á 30 sekúndna fresti í heiminum. Þá þykir ljóst að viðhald flugvélarinnar hafi ekki verið óviðunandi.Ekki skotin niður Annar möguleiki er að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu, en það þykir einnig mjög ólíklegt. Hún er talin hafa lent í sjónum um 130 sjómílur frá eyjunni Karpathos og vígahópar eru ekki taldir búa yfir flugskeytum sem ráði við slíkar vegalengdir. Ættingjar farþegar og áhafnar vélarinnar eru nú komnir til flugvallanna í París og í Kaíró, þar sem þau bíða upplýsinga um flugslysið. Leitarskip og flugvélar eru á vettvangi þar sem sambandið rofnaði við flugvélina en ekkert hefur fundist hingað til.
Tengdar fréttir Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Egypsk flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Sextíu og sex eru um borð í vélinni sem sögð er hafa hrapað í hafið. 19. maí 2016 07:12