Þjóðverjar búast við 300.000 flóttamönnum það sem eftir lifir árs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Flóttamenn leika sér með bolta nærri lestarstöð í borginni München í Þýskalandi. Nordicphotos/AFP Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Þjóðverjar búast við því að um 300.000 flóttamenn eigi eftir að koma til landsins það sem eftir lifir árs. Þetta sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, í viðtali við Bild am Sonntag í gær. Weise sagði einnig að afar erfitt yrði að taka á móti fleiri flóttamönnum en 300.000. Þó sagðist hann hafa trú á því að mat hans myndi reynast rétt. Rúmlega milljón flóttamenn frá Mið-Austurlöndum, Afganistan og Norður-Afríku komu til Þýskalands í fyrra. Þá hefur innanríkisráðuneytið sagt að um 390.000 hafi sótt um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins. Ekki er víst hversu margir þeirra komu til landsins árið 2015. „Við munum reyna að útvega eins mörgum flóttamönnum og við getum atvinnu,“ sagði Weise. Innlimun þeirra í samfélagið myndi þó taka langan tíma og kosta mikla fjármuni.Mótmælendur með borða sem á stendur „Lokum landamærunum! Björgum mannslífum!“nordicphotos/AFPÞjóðernishyggja vinsælli Stuðningur við stjórnmálahreyfingar sem andsnúnar eru innflytjendum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Kosið verður til þings á næsta ári og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Emnid mælist þjóðernishyggjuflokkurinn Alternative für Deutschland nú með tólf prósenta fylgi. Kristilegir demókratar mælast með 35 prósent og jafnaðarmenn með 23 prósent. Á laugardag klifu meðlimir þjóðernishyggjuhreyfingarinnar Identitäre Bewegung Brandenborgarhliðið og hengdu á það borða sem á stóð „Öruggari landamæri – öruggari framtíð“. Dreifði hreyfingin einnig miðum þar sem varað var við því að Þjóðverjar væru að verða að minnihlutahóp í eigin landi og hvöttu til aðgerða gegn íslamsvæðingu landsins. Þá þykir rúmlega helmingi Þjóðverja innflytjendastefna ríkisstjórnarinnar slæm samkvæmt könnun sem birtist fyrr í mánuðinum.Gabriel með fingurinn á lofti.Vísir/AFPSýndi nýnasistum fingurinn Sigmar Gabriel, varakanslari og fjármálaráðherra Þýskalands, varði í gær gjörðir sínar frá því fyrr í mánuðinum þegar hann sýndi hópi nýnasista sem mótmæltu stefnu hans puttann. „Mín einu mistök voru þau að ég notaði ekki báðar hendur,“ sagði Gabriel. Nýnasistarnir voru komnir til Salzgitter í Saxlandi til að mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnar Kristilegra demókrata, flokks kanslarans Angelu Merkel, og Jafnaðarmannaflokksins, flokks Gabriels. Sögðu þeir föður Gabriels hafa elskað land sitt en Gabriel sjálfur væri aftur á móti að eyðileggja það. Faðir hans, Walter, var nasisti og neitaði því að helförin hefði átt sér stað allt þar til hann lést árið 2012.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira