Enski boltinn

Tíu gamlingjar sem hafa tekið ensku úrvalsdeildina með trompi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað 10 mörk í síðustu níu leikjum sínum.

Aldurinn er engin fyrirstaða fyrir hinn 35 ára gamla Zlatan sem var fljótur að aðlagast enska boltanum.

Í tilefni af frábærri spilamennsku Zlatans tók the Guardian saman 10 aðra „gamlingja“ sem hafa tekið ensku úrvalsdeildina með trompi.

Á listanum má m.a. finna framherjana Gianfranco Zola og Jürgen Klinsmann sem komu inn í úrvalsdeildina á fertugsaldri og slógu í gegn.

Markverðirnir Edwin van der Sar og Jens Lehmann eru einnig á listanum en þeir áttu afar góðu gengi að fagna með Manchester United og Arsenal á sínum tíma.

Umfjöllun the Guardian má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Napóleon fótboltans leggur England að fótum sér

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk Manchester United í 0-2 útisigri á West Brom á laugardaginn. Hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er kominn með 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall spilar Zl

Zlatan afgreiddi WBA | Sjáðu mörkin

Zlatan Ibrahimovic afgreiddi West Bromwich Albion fyrir Manchester United, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×