Enski boltinn

Zlatan afgreiddi WBA | Sjáðu mörkin

Zlatan Ibrahimovic afgreiddi West Bromwich Albion fyrir Manchester United, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.

Svíinn kom United yfir strax á fimmtu mínútu þegar hann skoraði eftir undirbúning vængmannsins Jesse Lingard, en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Á elleftu mínútu síðari hálfleiks var Zlatan aftur á ferðinni, en þá sá Wayne Rooney um undirbúninginn og lokatölur 2-0.

United er að rétta úr kútnum og var þetta þriðji sigurinn hjá United í röð, en þeir sitja í fimmta sætinu með 30 stig. Þeir eru ósigraðir í síðustu átta leikjum og hafa ekki tapað síðan 23. október þegar þeir töpuðu fyrir Chelsea.

West Bromwich er hins vegar í fínum málum í sjöunda sæti deildarinnar, en þeir eru með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×