Enski boltinn

Man Utd ætlar ekki að lána Martial

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martial hefur aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Martial hefur aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Manchester United ætlar ekki að lána franska framherjann Anthony Martial til Sevilla.

Eftir að hafa slegið í gegn á síðasta tímabili hefur ekki gengið jafn vel hjá Martial í vetur. Frakkinn hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði United og aðeins byrjað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í ljósi stöðunnar renna önnur lið hýru auga til Martials, þ.á.m. Sevilla sem situr í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur United þó engan áhuga á að lána hinn 21 árs gamla Martial. Það sama gildir um Marcus Rashford sem hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu.

Morgan Schneiderlin og Memphis Depay eru þó líklega á förum frá United en Everton hefur sýnt þeim báðum áhuga og þá hefur West Brom gert tilboð í Schneiderlin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×