Enski boltinn

West Brom búið að bjóða í Schneiderlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morgan Schneiderlin hefur þurft að vera mikið á bekknum á tímabilinu. Hér er hann, lengst til hægri, ásamt Henryk Mkhitaryan og Marcos Rojo.
Morgan Schneiderlin hefur þurft að vera mikið á bekknum á tímabilinu. Hér er hann, lengst til hægri, ásamt Henryk Mkhitaryan og Marcos Rojo. Vísir/Getty
West Bromwich Albion hefur lagt fram þrettán milljóna punda tilboð í franska miðjumanninn Morgan Schneiderlin hjá Manchester United. Þetta fullyrðir BBC.

Schneiderlin er 27 ára og gekk í raðir Manchester United fyrir rúmu ári síðan. Þá kostaði hann félagið 27 milljónir punda, jafnvirði 3,7 milljarða króna.

Schneiderlin, sem sló í gegn með Southampton á sínum tíma, hefur ekki verið í náðinni hjá Jose Mourinho sem tók við stjórastarfinu hjá Manchester United í sumar.

Fleiri félög hafa áhuga, þeirra á meðal Everton sem er stýrt af Ronald Koeman, sem var þjálfari Schneiderlin hjá Southampton á sínum tíma.

„Ég vil ekki segja meira en að staðfesta okkar tilboð,“ sagði Tony Pulis, stjóri West Brom. „Við verðum að gæta sanngirni gagnvart leikmanninum og Manchester United.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×