Gummi Ben á lokaorðin í umfjöllun Guardian um fótboltaævintýri Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 14:30 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira