Erlent

Fá meira með nýjum kvótum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Aukinn kvóti Dana
Aukinn kvóti Dana Vísir/Stefán
Danskir sjómenn eru ánægðir með nýja kvóta í Norðursjó, Kattegat og Skagerrak sem samið var um í Brussel. Danska sjómannasambandið telur möguleika á að tekjurnar verði átta til tíu prósentum hærri en í fyrra.

Sjómenn eru einkum ánægðir með stærri þorsk-, ufsa- og rauðsprettukvóta. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að rauðsprettustofninn hafi stækkað ört og ekki sé víst að kvótinn nýtist allur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×