Var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:00 Matthew Le Tissier er sá frægasti sem hefur opnað sig um kynferðisofbeldið. vísir/getty Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Matthew Le Tissier, fyrrverandi leikmaður Southampton og enska landsliðsins, var nuddaður nakinn sem unglingur af manni sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi en frá þessu greindi hann í viðtali við BBC. Hann er frægasti maðurinn sem hefur stigið fram og talað um kynferðisofbeldið sem nú skekur enska boltann. Þetta hófst allt saman fyrir þremur vikum síðan þegar Andy Woodward, fyrrverandi varnarmaður Crewe, steig fram og opinberaði að hann hefði verið kynferðislega misnotaður er hann var táningur í fótbolta. Það kom snjóbolta af stað sem stækkar nú og stækkar.Sjá einnig:Hvað hefur gerst í kynferðisofbeldismálinu á Englandi? Le Tissier segir að þessar sögur fótboltamannanna komi sér ekkert á óvart. Sjálfum finnst honum ekki að hann hafi verið misnotaður en það sem átti sér stað hafi verið „mjög rangt“. Maðurinn sem nuddaði nakinn líkana Le Tissier og fleiri ungra stráka hjá Southampton á níunda áratug síðustu aldar heitir Bob Higgins en hann var ákærður fyrir kynferðisofbeldi árið 1992. Higgins var sýknaður en yfirgaf Dýrlingana. BBC greinir frá því að hann hafi verið látinn fara vegna heimildamyndar þar sem átta fórnarlömb hans sögðu frá ofbeldinu. „Það voru allir naktir og hent á rúmið hjá honum og fengu stutt nudd. Þetta var mjög óþægilegt og virklega rangt. Maður veit að þetta var rangt núna en sem ungur maður spurði maður sig bara hvort þetta væri eðlilegt,“ segir Le Tissier í viðtali við BBC South. „Það er ekkert talað um svona hjá strákum á þessum aldri en síðan verður maður fullorðinn og áttar sig á því að þetta var ekki eðlilegt. Ég tel að hugrekki strákanna sem opnuðu á þetta muni leiða til þess að allir sem hafi lent í svona láti í sér heyra,“ segir Matthew Le Tissier.Sjá einnig:Chelsea reyndi að þagga niður í fórnarlambi misnotkunar Eftir viðtalið fór framherjinn fyrrverandi á Twitter og bætti við: „Svo því sé haldið til haga þá líður mér ekki eins og ég hafi verið misnotaður. Ekki vorkenna mér. Mér líður vel. Ég sagði bara frá því sem gerðist.“ Southampton er nú í samstarfi við lögregluna sem rannsakar það sem gerðist á þessum tíma. Bob Higgins hefur ekkert viljað tjá sig um málið við fjölmiðla.For the record. Ive never felt like ive been abused. Still dont. Please dont feel sorry for me, im all good just stated what happened— Matt Le Tissier (@mattletiss7) December 6, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15 „Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Gaf í skyn að fórnarlömb kynferðisofbeldis væru skræfur Fyrrum heimsmeistari í pílukasti var tekinn á teppið af Piers Morgan í bresku sjónvarpi. 30. nóvember 2016 16:15
„Ég vildi drepa þjálfarann minn“ Fyrrum leikmaður Newcastle greinir frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn af hendi þjálfara síns. 30. nóvember 2016 14:30