Konum á flótta komið til hjálpar Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hópur kvenna og barna notaði tækifærið til að flýja þegar hlé varð á átökum íraskra sérsveita við vígamenn Íslamska ríkisins í Mosúl fyrr í mánuðinum. Nordicphotos/AFP Rúmur mánuður er síðan íraski herinn hóf ásamt hersveitum Kúrda sókn sína gegn vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda í Mosúl. Nærri sjötíu þúsund manns hafa flúið átökin og margir þeirra leitað á náðir hjálparstofnana sem hafa sett upp flóttamannabúðir á nálægum svæðum. Frá því vígasamtökin náðu Mosúl og nágrenni á sitt vald, fyrir meira en tveimur árum, hafa hundruð þúsunda manna flosnað upp af heimilum sínum og eru á vergangi.Vígamennirnir eru á undanhaldiAllan þennan tíma hafa konur á þessum slóðum verið einangraðar og mátt þola gróft ofbeldi. Margar þeirra hafa verið teknar í gíslingu og notaðar sem kynlífsþrælar, en margar hafa horfið sporlaust. Þessar konur flýja nú borgina og eru allslausar. Samtökin UN Women á Íslandi efna af þeim sökum til neyðarsöfnunar fyrir konur í Írak.„Konur í Mosúl eru í hræðilegri stöðu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Þær hafa verið innilokaðar heima hjá sér undanfarin tvö ár og hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þær hafa verið sviptar lífsviðurværi sínu, reisn sinni og valdi yfir eigin lífi.“ Hún hvetur Íslendinga til að taka þátt í söfnuninni með því að senda sms-ið KONUR í 1900. Það kostar 1.490 krónur og verður andvirðið notað til þess að útvega konum í Írak svonefnd sæmdarsett, en þau innihalda dömubindi, sápu og vasaljós.Sæmdarsetti frá UN Women komið til konu í Írak.Mynd/UN Women„Neyðin er gífurleg,“ segir Inga Dóra. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hlúa að þessum hópi.“ UN Women hafa sett á fót sérstaka griðastaði í búðum suðaustur af Mosúl. Samtökin tryggja að þar sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð þar sem tekið er tillit til þarfa kvenna á svæðinu. Inga Dóra segir að þar sé konum veitt áfallahjálp vegna kynferðisofbeldis. Þær fái sálrænan stuðning, vernd og öryggi. „Fyrsta skrefið er að veita þeim sæmdarsett með helstu nauðsynjum sem gera konum kleift að halda í virðingu sína. Aftur á móti skortir fjármagn til að geta brugðist við neyðinni og haldið því áfram,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan íraski herinn hóf ásamt hersveitum Kúrda sókn sína gegn vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda í Mosúl. Nærri sjötíu þúsund manns hafa flúið átökin og margir þeirra leitað á náðir hjálparstofnana sem hafa sett upp flóttamannabúðir á nálægum svæðum. Frá því vígasamtökin náðu Mosúl og nágrenni á sitt vald, fyrir meira en tveimur árum, hafa hundruð þúsunda manna flosnað upp af heimilum sínum og eru á vergangi.Vígamennirnir eru á undanhaldiAllan þennan tíma hafa konur á þessum slóðum verið einangraðar og mátt þola gróft ofbeldi. Margar þeirra hafa verið teknar í gíslingu og notaðar sem kynlífsþrælar, en margar hafa horfið sporlaust. Þessar konur flýja nú borgina og eru allslausar. Samtökin UN Women á Íslandi efna af þeim sökum til neyðarsöfnunar fyrir konur í Írak.„Konur í Mosúl eru í hræðilegri stöðu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Þær hafa verið innilokaðar heima hjá sér undanfarin tvö ár og hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þær hafa verið sviptar lífsviðurværi sínu, reisn sinni og valdi yfir eigin lífi.“ Hún hvetur Íslendinga til að taka þátt í söfnuninni með því að senda sms-ið KONUR í 1900. Það kostar 1.490 krónur og verður andvirðið notað til þess að útvega konum í Írak svonefnd sæmdarsett, en þau innihalda dömubindi, sápu og vasaljós.Sæmdarsetti frá UN Women komið til konu í Írak.Mynd/UN Women„Neyðin er gífurleg,“ segir Inga Dóra. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hlúa að þessum hópi.“ UN Women hafa sett á fót sérstaka griðastaði í búðum suðaustur af Mosúl. Samtökin tryggja að þar sé veitt kvenmiðuð neyðaraðstoð þar sem tekið er tillit til þarfa kvenna á svæðinu. Inga Dóra segir að þar sé konum veitt áfallahjálp vegna kynferðisofbeldis. Þær fái sálrænan stuðning, vernd og öryggi. „Fyrsta skrefið er að veita þeim sæmdarsett með helstu nauðsynjum sem gera konum kleift að halda í virðingu sína. Aftur á móti skortir fjármagn til að geta brugðist við neyðinni og haldið því áfram,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira