Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið hefur rannsókn vegna ásakana um kynferðisofbeldi

Smári Jökull Jónsson skrifar
David White er eitt af fórnarlömbunum.
David White er eitt af fórnarlömbunum. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að þeir hafi hafið rannsókn vegna ásakana fyrrum leikmanna í enska boltanum um að þeir hafi verið beittir kynferðisofbeldi af þjálfurum sem unglingar. BBC greinir frá.

Að undanförnu hafa fyrrum leikmenn úr enska boltanum stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir voru beittir sem leikmenn í unglingaliðum. Bresku samtökin NSPCC, sem berjast gegn kynferðisofbeldi, hafa fengið yfir 100 símtöl eftir að þeir settu upp sérstaka símalínu þar sem hægt var að hringja inn og tilkynna um mál.

Enska knattspyrnusambandið segir í yfirlýsingu að þeir vinni náið með lögreglunni að rannsókn málsins og muni aðstoða við að koma í veg fyrir að eitthvað trufli lögregluna í þeirra störfum. Sambandið segir einnig að þeir muni rannsaka hvaða upplýsingum þeir og félögin bjuggu yfir á þeim tíma sem brotin áttu sér stað og kanna hvort unnið var að rannsókn á þeim tíma.

Andy Woodward var sá fyrsti til þess að stíga fram og segja frá ofbeldinu en þessi fyrrverandi leikmaður Crewe sakaði fyrrum þjálfara hjá félaginu, Barry Bennell, um að hafa brotið gegn sér. Bennell var síðar dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Fjórmenningarnir Woodward, David White, Steve Walters og Paul Stewart hafa allir tjáð sig í fjölmiðlum um kynferðisbrot gegn þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×