Enski boltinn

Söguleg stund á Anfield í kvöld | Sjáðu markið hjá Woodburn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodburn fagnaði vel og innilega eftir að hafa þrumað boltanum upp í þaknetið á marki Leeds.
Woodburn fagnaði vel og innilega eftir að hafa þrumað boltanum upp í þaknetið á marki Leeds. vísir/getty
Ben Woodburn gleymir leik Liverpool og Leeds United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld eflaust ekki í bráð.

Þessi efnilegi Walesverji, sem varð 17 ára 15. október síðastliðinn, lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Sunderland á laugardaginn.

Woodburn fékk annað tækifæri gegn Leeds í kvöld en hann kom inn á fyrir Kevin Stewart á 67. mínútu. Tíu mínútum síðar kom Divock Origi Liverpool yfir. Belgíski framherjinn stýrði þá fyrirgjöf hins efnilega Trents Alexander-Arnold í netið.

Á 81. mínútu var svo komið að Woodburn sem rak smiðshöggið á frábæra sókn Liverpool með skoti upp í þaknetið. Strákurinn réði sér ekki fyrir kæti eftir að hafa skorað, og það skiljanlega.

Markið var sögulegt í meira lagi því Woodburn er yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Hann sló met Michaels Owen um 98 daga. Owen var 17 ára og 143 daga gamall þegar hann skoraði gegn Wimbledon 6. maí 1997.

Owen óskaði markaskoranum unga, sem tók metið af honum, til hamingju á Twitter í kvöld eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hazard: Manchester City og Liverpool

Eden Hazard, leikmaður Chelsea, telur að Chelsea muni berjast um enska meistaratitilinn við Manchester City og Liverpool en einu stig munar nú á þessum þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×