Ódýrara að fara á leiki í ensku úrvalsdeildinni í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 09:45 Stuðningsmenn Manchester United á leið á leik á Old Trafford. Vísir/Getty Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira