Ódýrara að fara á leiki í ensku úrvalsdeildinni í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 09:45 Stuðningsmenn Manchester United á leið á leik á Old Trafford. Vísir/Getty Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Loksins góðar fréttir fyrir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina. Miðaverð er að lækka frekar en hitt samkvæmt nýrri og ítarlegri rannsókn á peningaútgjöldum stuðningsmanna enskra fótboltaliða. „The Price of Football“ rannsóknin er sú viðamesta sem er gerð í evrópska knattspyrnuheiminum en skoðuð voru útgjöld stuðningsmanna 223 liða frá öllum hliðum. Gleðifréttirnar er að tveir þriðju af enskum fótboltafélögum hafa annaðhvort fryst eða lækkað miðaverð á leiki fyrir 2016-17 tímabilið. Athygli vekur hinsvegar að það getur nú verið dýrara að fara á leik í ensku b-deildinni og á leik í ensku úrvalsdeildinni. Aðalástæðan fyrir því er að liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa sett hámarksgjald á verð á miða fyrir stuðningsfólk aðkomuliða. Miðaverð fyrir stuðningsfólk gestanna má aldrei fara yfir 30 pund eða tæpar 4300 krónur. Hinn risastóri sjónvarpssamningur er að hjálpa til en nýr sjónvarpssamningur gaf ensku úrvalsdeildarliðinum 8,3 milljarða enskra punda eða mun meira en þúsund milljarða íslenskra króna. „Nýi sjónvarpssamningurinn sá til þess að liðin í ensku úrvalsdeildinni hefðu getað boðið öllum frítt á alla leiki og samt verið með meiri pening í höndunum en þau fengu í samningnum á undan,“ sagði Malcolm Clarke, formaður samtaka stuðningsmanna ensku fótboltafélaganna. Enska úrvalsdeildin lítur hinsvegar á sem svo að félögin séu að hlusta á aðdáendur sína og sjái nú til þess að allir geti séð leiki með sínum félögum. Ensku liðin eru aftur á móti að ná í meiri pening inn með því að hækka verða á treyjum liðanna og þá sérstaklega treyjum fyrir börnin. Kostnaður á þjónustu á leikvöngunum hefur einnig hækkað.BBC fór yfir þessa áhugaverðu rannsókn í morgun og birti helstu niðurstöður. Hér fyrir neðan fara nokkrar af þeim. - Meðalmiðaverð á ódýrustu miða fyrir stuðningsmann heimaliðs hefur lækkað um sex prósent milli tímabila, eða frá 30,95 pundum í 29,05 pund. 29,05 eru rúmar fjögur þúsund krónur íslenskar. - Hámarksmiðaverð á miða stuðningsmanna gestaliða hefur séð til þess að miðaverðið hefur lækkað um 37 prósent eða frá 46,44 pundum í 29,44 pund. - Aðeins fjórtán prósent miða hafa hækkað í ensku úrvalsdeildinni, 34 prósent miða eru ódýrari og 53 prósent miða kosta jafnmikið og í fyrra. - Þrjú félög hækkuðu ódýrasta miðann á leiki sína eða Burnley, Middlesbrough og Leicester. Hull City, Liverpool og Manchester City lækkuðu aftur á móti verðið á sínum ódýrustu miðum. - Meðalmiðaverð á ódýrasta ársmiðann í ensku úrvalsdeildinni er nú 480 pund eða 68 þúsund krónur en það er minna en árið 2013 þegar meðalmiðverð hans var 489 pund.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira