Erlent

Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp

atli Ísleifsson skrifar
Haider al-Abadi ávarpaði Íraka í nótt.
Haider al-Abadi ávarpaði Íraka í nótt. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS samtökin í borginni Mosul til að gefast upp en öryggis- og hersveitir Írakar og Kúrdar nálgast nú borgina óðfluga.

Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja.

Sérsveitir Írakshers eru nú aðeins í eins kílómeters fjarlægð frá austari borgarmörkum Mosúl og búa sig nú undir götubardaga í þessari stóru borg, þar sem íbúar telja um 1,5 milljónir.

Landherinn nálgast síðan úr suðri, auk þess sem hersveitir Kúrda hafa tekið þátt í sókninni.

Mosul er síðasta stóra vígi ISIS í Írak en þeir náðu borginni á sitt vald árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×