Átökin í Mosúl hafa harðnað Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Írakskir hermenn komnir til Gogjali, eins úthverfis Mosúlborgar. Nordicphotos/AFP Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35
Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50
UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50