Átökin í Mosúl hafa harðnað Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Írakskir hermenn komnir til Gogjali, eins úthverfis Mosúlborgar. Nordicphotos/AFP Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35
Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50
UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50