UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:50 Írakar flýja Mosul á leið í flóttamannabúðir Vísir / Eba UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms-neyðarsöfnunar til styrktar konum og börnum sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UN Women á Íslandi. UN Women hefur staðið að markvissri aðstoð á svæðinu í samstarfi við ýmis kvennasamtök og veitir konunum nauðsynjavörur og aðgengi að svokölluðum griðarstöðum. Samtökin hjálpa konunum að rísa upp úr ólgunni og finna rödd sína og tilgang aftur. Samkvæmt Dr. Paulinu Chiwangu staðgengils svæðisstýru UN Women í Írak eru konur á þessu svæði innilokaðar og með ekkert aðgengi að umheiminum, en samtökin þurfa fjármagn til að sinna þessum aðgerðum enda sé neyðin mikil. Mosul hefur verið hernumin frá árinu 2014. Í október síðastliðinn réðust íraskar öryggissveitir og hersveitir kúrda inn í borgina með það að markmiði að ná borginni úr klóm vígasveita íslamska ríkisins. Íbúar borgarinnar flýja átökin en talið er að íbúarnir séu núna á bilinu 600 þúsund til milljón. Áður en borgin var hernumin var íbúafjöldinn í kringum tvær milljónir. Fólkið flýr meðal annars til Ninewa-svæðisins sem staðsett er suðaustan við Mosul en þar starfa hjálparsamtök við að setja upp búðir fyrir fólkið. Þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið geta sent smsið KONUR í símanúmerið 1900 og þar með gefið 1900 krónur til styrktar verkefninu. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms-neyðarsöfnunar til styrktar konum og börnum sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UN Women á Íslandi. UN Women hefur staðið að markvissri aðstoð á svæðinu í samstarfi við ýmis kvennasamtök og veitir konunum nauðsynjavörur og aðgengi að svokölluðum griðarstöðum. Samtökin hjálpa konunum að rísa upp úr ólgunni og finna rödd sína og tilgang aftur. Samkvæmt Dr. Paulinu Chiwangu staðgengils svæðisstýru UN Women í Írak eru konur á þessu svæði innilokaðar og með ekkert aðgengi að umheiminum, en samtökin þurfa fjármagn til að sinna þessum aðgerðum enda sé neyðin mikil. Mosul hefur verið hernumin frá árinu 2014. Í október síðastliðinn réðust íraskar öryggissveitir og hersveitir kúrda inn í borgina með það að markmiði að ná borginni úr klóm vígasveita íslamska ríkisins. Íbúar borgarinnar flýja átökin en talið er að íbúarnir séu núna á bilinu 600 þúsund til milljón. Áður en borgin var hernumin var íbúafjöldinn í kringum tvær milljónir. Fólkið flýr meðal annars til Ninewa-svæðisins sem staðsett er suðaustan við Mosul en þar starfa hjálparsamtök við að setja upp búðir fyrir fólkið. Þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið geta sent smsið KONUR í símanúmerið 1900 og þar með gefið 1900 krónur til styrktar verkefninu.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira