ISIS-liðar sakaðir um frekari ódæði í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 14:27 Vígamenn ISIS hafa kveikt elda í olíulindum og brennisteinsverksmiðju svo eitraðar reykgufur liggja yfir stórum svæðum. Vísir/AFP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00
Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48
Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00