Erlent

Heita aukinni hernaðarsamvinnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan.
Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan. Vísir/AFP
Forsetarnir Vladimir Putin og Recep Tayyip Erdogan samþykktu í gær að auka hernaðar- og upplýsingasamstarf Rússlands og Tyrklands. Þá sögðust þeir sammála um nauðsyn þess að koma neyðarbirgðum til austurhluta Aleppo, sem sýrlenski stjórnarherinn hefur setið um.

Samband ríkjanna beið verulega hnekki í fyrra þegar Tyrkir skutu rússneska herþotu niður.

Á sameiginlegum blaðamannafundi í gær sagðist Erdogan þó sannfærður um að sambandið myndi fljótt færast í eðlilegt horf. Putin og Erdogan hittust í Istanbul í gær til að skrifa undir samkomulag um gasleiðslur til að senda gas frá Rússlandi til Tyrklands.

Samkvæmt New York Times mun gasleiðslan gera Rússum auðveldara að stöðva sölu til nágrannaríkja sinna eins og Úkraínu án þess að þurfa einnig að stöðva sölu til landa eins og Ítalíu og Austurríki. Rússland hefur reynt að koma upp annarri gasleiðslu sem þessari um margra ára skeið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×