Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2016 16:04 Trump og Pence. Vísir/Getty Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag sem afsanni þær ásakanir sem minnst ellefu konur hafa sett fram um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun af hálfu Donald Trump, forsetaefnis flokksins. Trump hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og sagt konurnar vera að ljúga. Hefur Trump og kosningabarátta hans orðið fyrir talsverðum skakkaföllum að undanförnu eftir að ýmsir aðilar hafa stigið fram með upplýsingar um fortíð Trump. Hefur Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í kosningabaráttunni. „Áður en dagurinn er liðinn munum koma fram sönnunargögn sem draga þessar ásakanir í efa,“ sagði Mike Pence sem sjálfur hefur gagnrýnt Trump eftir að sá síðarnefndi stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Pence segir að upplýsingarnar muni sýna fram á að ásakanirnar séu með öllu byggðar á sandi. Fjölmargir Repúblikanar hafa hætt stuðningi sínum við Trump, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hann er æðsti kjörni fulltrúi Repúblikana. Á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 8. nóvember. Nýjustu kannanir benda til þess að Clinton leiði í níu af ellefu af þeim ríkjum þar sem talið er að verði mjótt á munum og geti ráðið úrslitum í kosningunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag sem afsanni þær ásakanir sem minnst ellefu konur hafa sett fram um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun af hálfu Donald Trump, forsetaefnis flokksins. Trump hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og sagt konurnar vera að ljúga. Hefur Trump og kosningabarátta hans orðið fyrir talsverðum skakkaföllum að undanförnu eftir að ýmsir aðilar hafa stigið fram með upplýsingar um fortíð Trump. Hefur Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í kosningabaráttunni. „Áður en dagurinn er liðinn munum koma fram sönnunargögn sem draga þessar ásakanir í efa,“ sagði Mike Pence sem sjálfur hefur gagnrýnt Trump eftir að sá síðarnefndi stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Pence segir að upplýsingarnar muni sýna fram á að ásakanirnar séu með öllu byggðar á sandi. Fjölmargir Repúblikanar hafa hætt stuðningi sínum við Trump, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hann er æðsti kjörni fulltrúi Repúblikana. Á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 8. nóvember. Nýjustu kannanir benda til þess að Clinton leiði í níu af ellefu af þeim ríkjum þar sem talið er að verði mjótt á munum og geti ráðið úrslitum í kosningunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30